Landslið
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Hópurinn fyrir leiki gegn Noregi og Danmörku

Leikið við Norðmenn á Laugardalsvelli, föstudaginn 3. september

23.8.2010

 

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Noregi á Laugardalsvelli 3. september og Danmörku ytra 7. september.  Ólafur hefur valið 21 leikmann í hópinn fyrir þessa leiki sem eru upphafið af undankeppni fyrir EM 2012.

Leikurinn við Norðmenn verður föstudaginn 3. september kl. 19:00 og er miðasala í fullum gangi á þann leik.  Því næst verður haldið til Kaupmannahafnar þar sem leikið verður við Dani á Parken, þriðjudaginn 7. september.  Hægt er að kaupa miða á þann leik einnig hér á síðunni.

Hópurinn gegn Noregi og Danmörku


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög