Landslið
John Carew

Tveir meiddir hjá Norðmönnum

John Carew og Per Ciljan Skjeldbred meiddir

31.8.2010

Tilkynnt hefur verið um tvær breytingar á norska landsliðshópnum sem tilkynntur var fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM 2012.  Þeir Per Ciljan Skjeldbred og John Carew eru meiddir og verða ekki með Norðmönnum í leikjunum gegn Íslandi á Laugardalsvellinum á föstudag kl. 19:00 og gegn Portúgal á Ullevål í Osló á þriðjudag.

Ljóst er að Carew er lykilmaður í norska liðinu og er honum ætlað að leiða sóknarlínu þess. Líklegt þykir að gamla brýnið Steffen Iversen taki sæti hans í byrjunarliðinu gegn Íslandi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög