Landslið
Gönguferð um bryggjuhverfið í Köben

Leikdagur er runninn upp í Köben

Strákarnir fóru í morgungöngutúr - Byrjunarliðið opinberað kl. 15:15

7.9.2010

Leikdagur er runninn upp hjá A-landsliði karla, sem mætir Dönum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Byrjunarliðið verður opinberað kl. 15:15 í dag.

Strákarnir fóru í hefðbundna morgungöngu að morgni leikdags.  Gengið var stutta vegalengd um bryggjuhverfið í Kaupmannahöfn.  Það er hlýtt í veðri, en skýjað og nokkur vindur.

Fylgist nánar með strákunum okkar í landsliðinu á Facebook-síðu KSÍ og á vefsíðunni Í blíðu og stríðu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög