Landslið
EURO 2012

Byrjunarlið Íslands gegn Dönum í undankeppni EM 2012

Tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik

7.9.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt gegn Dönum í undankeppni EM 2012, en íslenska liðið mætir því danska á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. 

Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá því í leiknum gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli á föstudag.  Birkir Már Sævarsson kemur inn í hægri bakvörðinn í stað Grétars Rafns Steinssonar, sem meiddist gegn Noregi og er ekki með í kvöld.  Þá kemur Rúrik Gíslason á hægri kantinn og Gylfi Sigurðsson er færður í sóknartengiliðinn í stað Veigars Páls Gunnarssonar, sem tekur sæti á bekknum.

Markvörður

Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður

Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður

Indriði Sigurðsson

Miðverðir

Sölvi Geir Ottesen fyrirliði og Kristján Örn Sigurðsson

Miðtengiliðir

Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson

Sóknartengiliður

Gylfi Sigurðsson

Hægri kantmaður

Rúrik Gíslason

Vinstri kantmaður

Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji

Heiðar Helguson

Utan hóps að þessu sinni verða Bjarni Ólafur Eiríksson, Matthías Vilhjálmsson, Baldur Sigurðsson og Ingvar Þór Kale.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög