Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Grátlegt tap á Parken

Danir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma

8.9.2010

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Dönum á Parken í gærkvöldi en heimamenn sigruðu 1 - 0.  Sigurmark leiksins kom þegar 90 mínútur voru liðnar af leiknum svo tæpara gat það ekki orðið.  Vonbrigði strákanna í leikslok voru gríðarleg enda átti íslenska liðið í fullu tré við Dani í leiknum, þá sérstaklega í síðari hálfleik.

Eins og búist hafði verið við þá voru Danir meira með boltann í fyrri hálflleiknum og sóttu meira.  Íslenska liðið varðist hinsvegar vel og skipulega og gáfu ekki mörg færi á sér.  Leikurinn jafnaðist hinsvegar mikið í síðari hálfleik og átti íslenska liðið nokkrar álitlega sóknir.  Markið kom því eins og köld vatnsgusa í lokin og heimamenn fögnuðu sigri.

Næsti leikur Íslands er svo á heimavelli gegn Portúgal en sá leikur fer fram á Laugardalsvelli, 12. október næstkomandi. 

Riðill Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög