Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Portúgal í undankeppni EM 2012

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þriðjudaginn 12. október

10.9.2010

 

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Portúgals en þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012 á þessu ári.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 12. október á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:45.  Miðasala fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá http://www.midi.is/.

Þessar þjóðir hafa tvisvar sinnum áður mæst en það var í undankeppni fyrir Ólympíuleikana 1988.  Portúgal hafði betur í báðum leikjunum, unnu 2 – 1 í Portúgal og 0 – 1 hér á Laugardalsvelli.

Það eru þrjú miðaverð í boði á þennan leik og er 500 króna afsláttur á miðaverði ef keypt er í forsölu á netinu.  Börn 16 ára og yngri fá miða með 50% afslætti og reiknast sá afsláttur af fullu verði.

Miðaverð (í forsölu til og með 11. október)
Rautt Svæði, 5.000 kr (4.500 í forsölu)
Blátt Svæði, 3.500 kr (3.000 í forsölu)
Grænt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)

ATH 50% afsláttur er fyrir börn, 16 ára og yngri. (afsláttur reiknaður frá fullu verði)

Hólf á Laugardalsvelli

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög