Landslið
Innanhússknattspyrna

Ísland sendir lið í Evrópukeppni landsliða í Futsal

Sótt um að halda riðil hér á landi

14.9.2010

 

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að senda landslið til keppni undankeppni Evrópumótsins í Futsal.  Riðlar undankeppninnar verða leiknir dagana 20. – 24. janúar 2011 og hefur KSÍ sótt um að halda slíkan riðil.  Dregið verður í riðla í höfuðstöðvum UEFA 24. september næstkomandi.  Úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Króatíu 2012 en Spánverjar eru handhafar titilsins.

Þetta er í fyrsta skiptið sem íslenskt landslið tekur þátt í verkefnum í Futsal en fyrsta Íslandsmótið í þessari íþrótt fór fram 2008.  Þrjú íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni félagsliða, Víðir, Hvöt og Keflavík.  Riðill Keflavíkur var leikinn hér á landi í ágúst mánuði á þessu ári og þóttist framkvæmdin takast mjög vel.

Vegna þátttöku landsliðsins í þessu verkefni verður Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu – Futsal með breyttu sniði en þátttökutilkynningar verða sendar út til aðildarfélaga á næstu dögum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög