Landslið
Klara Bjartmarz

Klara í eftirliti í Vejle

Eftirlitsmaður UEFA á umspilsleik Dana og Svía um sæti á HM

16.9.2010

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Dana og Svía í umspili um sæti á HM kvenna 2011.  Leikið er í Vejle og má búast við hörkuviðureign á milli þessara frændþjóða.  Svíar fóru með sigur af hólmi í fyrri leiknum, 2 - 1.

Norðmenn og Frakkar hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Sviss og England mætast einnig í dag í umspilinu og þar sigruðu Englendingar í fyrri leiknum, 2 - 0.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög