Landslið
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið við Norður Íra í Sandgerði í dag

Fyrri vináttulandsleikur þjóðanna hefst kl. 16:00 í dag

20.9.2010

Strákarnir í U19 leika í dag vináttulandsleik gegn jafnöldrum sínum frá Norður Írlandi og fer leikurinn fram kl. 16:00.  Leikið verður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði en þjóðirnar mætast aftur á Fylkisvelli næstkomandi miðvikudag.

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og er það þannig skipað:

Markvörður:

 • Árni Freyr Ásgeirsson

Aðrir leikmenn:

 • Helgi Valur Pálsson
 • Sigurður Egill Lárusson
 • Daníel Már Ólafsson
 • Styrmir Árnason
 • Brynjar Gauti Guðjónsson, fyrirliði
 • Hólmbert Aron Friðjónsson
 • Andri Rafn Yeoman
 • Hilmar Árni Halldórsson
 • Hörður Björgvin Magnússon
 • Guðmundur Þórarinsson

Leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram í október og verður leikið í Wales.  Auk heimamanna verður þar leikið gegn Kasakstan og Tyrklandi.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög