Landslið
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Öruggur sigur gegn Litháen

Leikið gegn Búlgaríu á miðvikudaginn

20.9.2010

Stelpurnar í U17 byrjuðu undankeppni EM af miklum krafti en leikið var gegn Litháen í dag.  Lokatölur urðu 14 - 0 eftir að staðan hafði verið 7 - 0 í leikhléi.  Riðillinn er leikinn í Búlgaríu og er næsti leikur við heimastúlkur á miðvikudaginn.

Eins og tölurnar bera með sér voru yfirburðir íslenska liðsins miklir og sáu stöllur þeirra frá Litháen aldrei til sólar en veðrið og aðstæður voru hinar bestu í Búlgaríu.  Í hinum leik riðilsins voru það Ítalir sem lögðu Búlgari, 4 - 0.  Heimastúlkur í Búlgaríu eru einmitt næstu andstæðingar íslenska liðsins en sá leikur fer fram á miðvikudaginn og hefst kl 13:00 að íslenskum tíma.

Leikskýrsla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög