Landslið
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

Annar leikurinn i undankeppni EM

22.9.2010

Stelpurnar í U17 mæta jafnöldrum sínum frá Búlgaíu í dag en þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM og er leikið er við heimastúlkur.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og má búast við töluvert erfiðari leik í dag heldur gegn Litháen sem leikið var gegn í fyrsta leiknum.

Hægt er að fylgjast með leiknum á heimasíðu UEFA hér en byrjunarliðið hefur verið tilkynnt og er það eftirfarandi:

Markmaður: Elín Helena Jóhannsdóttir
Varnarmenn: Anna María Baldursdóttir, Guðný Tómasdóttir fyrirliði, Írunn Þorbjörg Aradóttir og Svava Tara Ólafsdóttir
Tengiliðir: Sigríður Lára Garðarsdóttir, Eva Núra Abrahamsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir
Framherjar: Telma Þrastardóttir, Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Lára Einarsdóttir

Það er að frétta af hópnum að hann lætur ákaflega vel af sér og er hægt að fylgjast með framvindu mála á Facebook síðu KSÍ en þar fer farastjórnin, vægast sagt, hamförum.  Sjón er sögu ríkari!

Áfram Ísland!

KSÍ á Facebook


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög