Landslið
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Keppni í riðli Íslands hefst í dag

Ísland leikur í riðli hér á landi ásamt Tékkum, Tyrkjum og Armenum

22.9.2010

 

Strákarnir í U17 karla hefja í dag, miðvikudag, leik í undankeppni EM en riðillinn fer fram hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Tékkum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 19:15.  Fyrr um daginn, eða kl. 14:00, mætast Tyrkland og Armenía á KR velli.

Íslenska liðið mætir svo Tyrkjum á Víkingsvelli á föstudaginn kl. 16:00 og lokaleikur íslenska liðsins fer fram í Keflavík, mánudaginn 27. september kl. 16:00, gegn Armenum.

Þarna verður um hörkuviðureignir að ræða og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að mæta á völlinn og berja strákana augum.  Ókeypis er inn á alla leiki mótsins.

Áfram Ísland - Mætum á völlinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög