Landslið
U19 landslið karla

U19 karla - Mark úr vítaspyrnu nægði Norður Írum

Norður írskur sigur í seinni vináttulandsleik þjóðanna

23.9.2010

Landslið Íslands, skipað leikmönnum undir 19 ára karla, beið lægri hlut gegn Norður Írum í gær þegar þjóðrinar mættust í vináttulandsleik á Fylkisvelli.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Mark Norður Íra kom úr vítaspyrnu þegar um 10 mínútur lifðu leiks og tókst íslensku strákunum ekki að jafna metin þrátt fyrir ágætar tilraunir.  Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum í þessum aldursflokki.  Norður Írar höfðu einnig sigur í fyrri leiknum sem leikinn var í Sandgerði síðastliðinn mánudag, 2 - 5.  Þessir leikir eru undirbúningsleikir fyrir þátttöku í undankeppni EM en riðill Íslands fer fram í Wales, dagana 20. - 25. október.  Mótherjar Íslendinga þar eru, auk heimamanna, Tyrkland og Kasakstan.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög