Landslið
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Annar leikur Íslands í dag

Leikið við Tyrki á Víkingsvelli kl. 16:00

24.9.2010

Strákarnir í U17 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Tyrkjum.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 16:00.  Hinn leikurinn í riðlinum er á milli Tékka og Armena og fer sá leikur fram á Akranesvelli kl. 13:30.

Íslendingar töpuðu gegn Tékkum í fyrstu umferðinni eftir hörkuleik, 2 - 4.  Tyrki lögðu hinsvegar Armena í fyrsta leiknum, 3 - 0.  Við hvetjum alla knattspyrnuáhugamenn að fjölmenna á Víkingsvöllinn og hvetja strákana til sigurs.

Riðillinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög