Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ítölum

Úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins hefst kl. 13:00

24.9.2010

Stelpurnar í U17 leika við Ítali á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn ræður úrslitum um það hvor þjóðin hreppir efsta sætið í riðlinum og þar með öruggt sæti í milliriðlum.  Íslenska liðinu dugar jafntefli í leiknum.

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og er það þannig skipað:

Markvörður: Arna Lind Kristinsdóttir
Varnarmenn: Anna María Baldursdóttir, Írunn Þorbjörg Aradóttir (f), Ingunn Haraldsdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir
Tengiliðir: Glódís Perla Viggósdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Hildur Antonsdóttir
Framherjar: Telma Þrastardóttir, Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Guðmunda Óladóttir

Íslenska liðið hefur unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum með miklum mun, 14 - 0 gegn Litháen og 10 - 0 gegn heimastúlkum í Búlgaríu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög