Landslið
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Arnór Smárason ekki með gegn Skotum

Á við meiðsli að stríða

5.10.2010

Arnór Smárason verður ekki með U21 karlalandsliðinu í umspilsleikjum liðsins gegn Skotum sem fara fram 7. og 11. október.  Arnór á við meiðsli að stríða og er því ekki með hópnum fyrir þessi verkefni.

Hópurinn æfði saman í gær en síðustu tveir leikmennirnir koma til móts við hópinn í dag, þeir Birkir Bjarnason og Rúrik Gíslason.  Hópurinn æfir svo tvisvar sinnum í dag.

Miðasala á leikinn hér á Laugardalsvelli, sem fer fram fimmtudaginn 7. október kl. 19:00, er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi midi.is.  Miðinn kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn yngri en 16 ára.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög