Landslið
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Tryggið ykkur miða á Ísland - Skotland

Leikið á Laugardalsvelli fimmtudaginn 7. október kl. 19:00

5.10.2010

Miðasala á fyrri umspilsleik U21 karla, Ísland - Skotland, er nú í fullum gangi.  Það er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að tryggja sér miða í forsölu og forðast þannig biðraðir í miðasölu á leikdag.  Selt er í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og hefst kl. 19:00.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og því frjálst sætaval.  Á leikdag opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00 en völlurinn sjálfur opnar hinsvegar kl. 18:00.  Handhafar A passa 2010 þurfa ekki að sækja miða á þennan leik heldur er nóg að sýna hann við innganginn.

Frábær árangur strákanna í U21 landsliðinu hefur ekki farið framhjá neinum en liðið á nú möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Framundan eru tveir leikir við Skota sem skera út um það hvort liðið kemst áfram.

Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik, mikilvægt er að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum því erfiður útileikur er svo framundan í Edinborg, mánudaginn 11. október.  Strákarnir eiga svo sannarlega stuðninginn skilið, fjölmennum í Laugardalinn og látum vel í okkur heyra.

Styðjum strákana okkar!  Áfram Ísland!

Miðasala Ísland - Skotland U21 karla

Íslenski hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög