Landslið
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í kvöld kl. 19:00

Miðasala hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli

7.10.2010

Í kvöld fer fram fyrri umspilsleikur á milli Íslands og Skotlands en leikið er um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Leikurinn hefst kl. 19:00 á Laugardalsvelli en miðsala á vellinum hefst kl. 12:00.  Vert er þó að minna á að hægt er að kaupa miða á netinu fram að leik.  Áhorfendur eru hvattir til þess að vera tímanlega í því til að forðast biðraðir rétt fyrir leik.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og hefst kl. 19:00.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og því frjálst sætaval.  Á leikdag opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00 en völlurinn sjálfur opnar hinsvegar kl. 18:00.  Handhafar A passa 2010 þurfa ekki að sækja miða á þennan leik heldur er nóg að sýna hann við innganginn.

Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik, mikilvægt er að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum því erfiður útileikur er svo framundan í Edinborg, mánudaginn 11. október.  Strákarnir eiga svo sannarlega stuðninginn skilið, fjölmennum í Laugardalinn og látum vel í okkur heyra.

Styðjum strákana okkar!  Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög