Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Óskar Pétursson inn í hópinn

Kemur í stað Haraldar Björnssonar sem er meiddur

9.10.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er hélt til Edinborgar í morgun.  Þar verður leikinn seinni umspilsleikurinn í við en í húfi er sæti í úrslitakeppni EM í Danmörku að næsta ári.

Markvörðurinn Óskar Pétursson, úr Grindavík,  kemur inn í hópinn í stað Haraldar Björnssonar sem er meiddur.

Leikið verður við Skota á Easter Road í Edinborg, mánudaginn 11. október og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma eða 19:45 að staðartíma.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög