Landslið
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Skotland - Ísland í kvöld kl. 18:45

Leikurinn í beinni sjónvarpsútsendingu hjá RÚV

11.10.2010

Það er í kvöld sem seinni umspilsleikur á milli Skotlands og Íslands fer fram á Easter Road i Edinborg.  Í húfi er sæti í úrslitakeppni EM U21 sem fer fram í Danmörku í júní á næsta ári.  Íslensku strákarnir unnu fyrri leikinn á Laugardalsvelli 2 - 1 og má því segja að allt sé í járnum.

Það er ekki ofsögum sagt að síðustu leikir hjá þessu liði hafa verið hver öðrum mikilvægari.  Ekki bjuggust margir við því að strákarnir tryggðu sér sæti í umspili eftir að dregið hafði verið í riðla undankeppninnar en það tókst engu að síður.  Þar voru m.a. annars Evrópumeistarar Þjóðverja skildir eftir.  Liðið hefur sýnt mikinn karakter í þessari keppni og nú er lokatakmarkið innan seilingar.

Undirbúningurinn er hefðbundinn á leikdegi hjá liðinu.  Í gærkvöldi var æft á keppnisvellinum, Easter Road, sem virðist í mjög góðu ástandi.  Í dag er ekki æfing, hefðbundin gönguferð í morgun og svo er hvíld áður en fundað verður síðar í dag.

Skotar búast við um 15.000 manns á Easter Road í kvöld og eru vongóðir um hagstæð úrslit.  Það er íslenski hópurinn líka og ríkir mikil eftirvænting eftir því þegar sænski dómarinn Markus Strömbergsson flautar til leiks kl. 19:45 að staðartíma eða 18:45 að íslenskum tíma.  Það er ljóst að íslenska liðið, klætt hvítum treyjum, bláum buxum og hvítum sokkum, verður tilbúið í slaginn.

Leikurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu hjá RÚV og hefst útsending þar kl. 18:25.

Áfram Ísland!

Byrjunarlið Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög