Landslið
EURO 2012

Mætum snemma til að forðast biðraðir

Allir í bláum litum!

11.10.2010

Eins og kynnt hefur verið er uppselt á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012, en liðin mætast á Laugardalsvelli á þriðjudag og hefst leikurinn kl. 19:45.  Fólk er hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir og troðning við innganga.   Völlurinn opnar kl. 18:45.

Stuðningur áhorfenda mun vafalítið skipta sköpum í þessum leik og strákarnir treysta á hávaða og söng úr stúkunni.  Fólk er jafnframt hvatt til að mæta í bláum fatnaði þannig að stúkurnar séu í litum íslenska liðsins.

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög