Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Vináttulandsleikur gegn Ísrael 17. nóvember

Leikið verður í Tel Aviv

21.10.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Ísraels hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 17. nóvember næstkomandi.  Leikið verður í Tel Aviv en þetta er í þriðja skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla.

Hinir tveir leikirnir voru einnig vináttulandsleikir og fóru þeir fram árið 1992.  Fyrri leikurinn var leikinn ytra og lauk með jafntefli, 2 - 2.  Mörk Íslendinga í leiknum þá skoruðu bræðurnir Arnar og Sigurður Grétarssynir.  Síðari leikurinn fór fram á Laugardalsvelli en þá höfðu gestirnir betur, 0 - 2.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög