Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Naumt tap gegn Wales

Leikið gegn Tyrkjum á mánudaginn

23.10.2010

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Wales í undankeppni EM en leikið var í Wales.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi.  Guðmundur Þórarinsson kom Íslendingum yfir á 35. mínútu með marki úr vítaspyrnu en stundarfjórðunig áður höfðu heimamenn misnotað vítaspyrnu.

Jöfnunarmark Wales kom einnig úr vítaspyrnu á 56. mínútu og sigurmarkið kom svo 10 mínútum fyrir leikslok.  Íslensku strákunum tókst ekki að jafna metin þrátt fyrir ágætis tilraunir í lokið og heimamenn fögnuðu sigri.

Lokaleikur Íslands verður á mánudaginn þegar mótherjarnir verða Tyrkir.  Með sigri mun liðið tryggja sér sæti í milliriðlum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög