Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Algarve Cup fer fram 2. - 9. mars

Ísland í riðli með Svíþjóð, Kína og Danmörku

8.11.2010

Hið geysisterka mót Algarve Cup fer fram dagana 2. - 9. mars en kvennalandslið Íslands er þar á meðal þátttakenda.  Ísland er í B riðli og eru þar með Svíum, Kínverjum og Dönum.  Fyrsti leikur íslenska verður gegn Svíum.

Í hinum riðlinum eru: Japan, Finnland, Bandaríkin og Noregur.  Sigurvegarar riðlanna leika svo til úrslita í mótinu.  Liðin sem hafna í öðru og þriðja sæti riðlanna leika gegn hvort öðru, annarsvegar um þriðja sætið og hinsvegar um fimmta sætið.  Neðstu lið hvors riðils leika svo við efstu liðin úr C riðli um sjöunda og níunda sætið.  Ekki hefur verið staðfest hvaða þjóðir munu leika í C riðli.

Af mótherjum Íslendinga í riðlinum eru Svíar efstir á styrkleikalista FIFA, sitja þar í fjórða sæti.  Danir eru í því tíunda og Kínverjar í fjórtánda sæti, tveimur sætum á undan Íslendingum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög