Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna

Einnig dregið í undankeppni EM U17 og U19 kvenna sem fram fer 2011/2012

15.11.2010

Dregið verður í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna á morgun, þriðjudaginn 16. nóvember.  Við sama tækifæri verður dregið í undankeppni EM U17 og U19 kvenna sem fram fer 2011/2012.  Ísland er í efsta styrkleikaflokki hjá U17 og í öðrum styrkleikaflokki hjá U19 þegar dregið verður í milliriðla.

U17 kvenna

U17 ára liðið er í efsta styrkleikaflokki og er í öðru sæti á styrkleikalista UEFA.  Þýskaland er í efsta sæti og þurfti ekki að leika í undankeppninni.  Spánverjar eru núverandi handhafar Evrópumeistaratitilsins.

Styrkleikaflokkarnir:

1: Þýskaland, Ísland, Spánn og Sviss.

2: Tékkland, Danmörk, Svíþjóð og Skotland

3: Belgía, Finnland, England og Wales

4: Rússland, Pólland, Frakkland og Ítalía

Ísland fær eitt lið úr styrkleikaflokkum 2, 3 og 4 í milliriðlinum sem fer fram í síðasta lagi í miðjum apríl 2011.

Leikdagar verða ákveðnir strax eftir dráttinn 16. nóvember.

Sigurvegarar riðlanna fara í 4ra liða úrslitakeppni sem fram fer í Sviss í lok júlí 2011.

U19 kvenna

U19 kvenna er í öðrum styrkleikaflokki, en hefði liðið skorað 2 mörkum fleiri í undankeppninni þá hefði það lent í efsta styrkleikaflokki.  Frakkar eru núverandi handhafar Evrópumeistaratitilsins.

Styrkleikaflokkarnir

1:  Þýskaland, Austurríki, Frakkland, England, Rússland og Sviss

2: Ísland, Holland, Noregur, Spánn, Tékkland og Danmörk

3: Skotland, Wales, Belgía, Króatía, Finnland og Svíþjóð

4:  Portúgal, Pólland, Úkraína, Tyrkland, Serbía og Litháen

Ísland fær því eitt lið úr styrkleikariðlum 1, 3 og 4 í milliriðlinum sem fer fram 31. mars - 5. apríl 2011.

Sigurvegarar riðlanna og liðið með bestan árangur í öðru sæti fara í úrslitakeppni 8 liða sem fram fer á Ítalíu í byrjun júní 2011.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög