Landslið
Bloomfield Stadium í Tel Aviv

A landslið karla - Gylfi Þór meiddur

Leikið við Ísrael á miðvikudaginn

15.11.2010

Ljóst er að Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið gegn Ísrael en íslenska karlalandsliðið leikur vináttulandsleik í Tel Aviv á miðvikudaginn.  Hann meiddist í leik um helgina og verður ekki leikfær á miðvikudaginn.

Íslenska liðið æfði í dag og eru aðstæður hinar bestu og fer vel um hópinn.  Leikurinn fer fram á Bloomfield Stadium og hefst kl. 17:35 að íslenskum tíma.  Á þessum velli, sem tekur um 15.700 manns í sæti, leika m.a. Maccabi Tal Aviv og Hapoel Tel Aviv heimaleiki sína.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög