Landslið
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Spennandi riðlar framundan hjá U17 og U19 kvenna

Dregið í dag í milliriðla 2010/2011 og undankeppni 2011/2012

16.11.2010

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM hjá U17 og U19 kvenna og var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.  Ennfremur var í dag dregið í milliriðla fyrir keppnina 2010/2011 og var Ísland í skálunum góðu í öllum dráttunum.

Undankeppni U17 kvenna

Hjá U17 lenti Ísland í riðli í undankeppni 2011/2012 með: Austurríki, Skotlandi og Kasakstan.  Sá riðill fer fram í Austurríki dagana 7. – 12. október 2011.

Undankeppni U19 kvenna

Hjá U19 lenti Ísland í riðli í undankeppni 2011/2012 með: Wales, Slóveníu og Kasakstan.  Riðillinn fer fram hér á landi 17. - 22. september 2011.

Milliriðlar U17 kvenna

Í milliriðlum hjá U17 er Ísland í riðli með Svíþjóð, Englandi og Póllandi og verður leikið í Póllandi dagana 9. - 14. apríl.  Sigurvegarar riðlanna komast áfram í fjögurra þjóða úrslitakeppni sem fer fram í Nyon, 28. júlí - 31. júlí.  Ísland er í 1. riðli og mun siguvegari þess riðils mæta sigurvegara 2. riðils í undanúrslitum úrslitakeppninnar.  Í þeim riðli leika: Spánn, Tékkland, Belgía og Ítalía.

Milliriðlar U19 kvenna

Í milliriðlum hjá U19 er Ísland í riðli með Þýskalandi, Wales og Tyrklandi.  Riðillinn fer fram í Wales, dagana 31. mars - 5. apríl 2011.  Efsta lið riðilsins kemst áfram ásamt þeirri þjóð sem verður með bestan árangur í öðru sæti riðlanna sex.  Ítalía kemst beint úrslitakeppnina sem gestgjafar en úrslitakeppnin fer fram 30. maí - 11. júní 2011. 

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög