Landslið
Frá undirritun samstarfssamnings Sparisjóðs Keflavíkur og KSÍ.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn

Samstarfssamningur KSÍ og SpKef undirritaður

Gildir árin 2011 til 2013

26.11.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Spkef Sparisjóðurinn í Keflavík undirrituðu á föstudag samkomulag um samstarf til næstu þriggja ára (2011-2013).  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson Sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn, en í honum felst stuðningur Sparisjóðsins við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Samningurinn er liður í endurskipulagningu á samfélagsstuðningi Sparisjóðsins og ber vitni um vilja bankans til að styðja knattspyrnuhreyfinguna. Þá mun samstarfið einnig styrkja innviði sparisjóðsins.

Sparisjóðurinn í Keflavík verður því í lykilhlutverki sem einn af aðalsamstarfsaðilum KSÍ næstu þrjú árin  ásamt fjórum öðrum aðilum en fyrir eru Icelandair, Coca Cola, Íslenskar getraunir og Borgun    Alltaf í boltanum með KSÍ.

Frá undirritun samstarfssamnings Sparisjóðs Keflavíkur og KSÍ. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög