Landslið
UEFA EM U17 karla

Dregið í undankeppni EM hjá U17 og U19 karla

Einnig dregið í milliriðil hjá U17 karla sem leikur í Ungverjalandi

30.11.2010

Í dag var dregið í undankeppni EM 2011/2012 hjá U17 og U19 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Byrjað var að draga hjá U17 karla kl. 7:30. 

Hjá U17 karla er Ísland er í riðli 13 með Grikklandi, Sviss og Ísrael og verður riðillinn leikinn í Ísrael dagana 12. - 17. október 2011.  Tvær efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast áfram í milliriðla ásamt þeim tveimur þjóðum sem bestan árangur hafa í þriðja sæti riðlanna þrettán.

Hjá U19 karla er Ísland í riðli með Noregi, Lettlandi og Kýpur.  Riðillinn verður leikinn á Kýpur, dagana 21. - 26. október.

Þá var dregið í milliriðla hjá U17 karla en íslenska liðið var þar með í hattinum.  Ísland er í riðli með Rúmeníu, Ungverjalandi og Rússlandi.  Riðill Íslands verður leikinn í Ungverjalandi dagana 24. - 29. mars.  Sigurvegari riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Serbíu í maí.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög