Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Fyrirkomulag undankeppni EM kvenna 2013

Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð

1.12.2010

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út hvernig fyrirkomulagi undankeppni EM kvenna 2013 verður háttað.  Úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Svíþjóð.  Það eru 44 þjóðir sem taka þátt í keppninni að þessu sinni.

Forkeppni

Dregið verður í forkeppni undankeppninnar föstudaginn 3. desember.  Þar eru átta þjóðir í hattinum og eru þær:

  • Armenía
  • Lúxemborg
  • Georgía
  • Færeyjar
  • Malta
  • Litháen
  • Makedónía
  • Lettland

Dregið verður í tvo riðla og er hvor skipaður fjórum þjóðum.  Sigurvegarar riðlanna komast í undankeppnina.

Undankeppnin

Þar verða 38 þjóðir í hattinum og verður dregið í fjóra riðla með 5 þjóðum og þrjá riðla með 6 þjóðum.  Sigurvegarar riðlanna tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð ásamt þeirri þjóð sem bestan árangur verður með í öðru sæti. 

Hinar þjóðirnar sex sem lenda í öðru sæti riðlanna leika umpilsleiki um þrjú sæti í úrslitakeppninni.  Tólfta þjóðin í úrslitakeppninni eru svo gestgjafarnir í Svíþjóð.

Dregið verður í riðla undankeppninnar 14. mars 2011.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög