Landslið
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Samningur endurnýjaður við Sigurð Ragnar

Samningurinn gildir til ársloka 2012

20.12.2010

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem landsliðsþjálfara A landsliðs kvenna og gildir samningurinn til ársloka 2012.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Sigurður Ragnar hefur stjórnað landsliðinu í 45 leikjum.  Í þessum leikjum hafa 24 leikir unnist, 5 leikjum hefur lyktað með jafntefli og tapleikirnir eru 16 talsins.

Fyrstu leikir Sigurðar Ragnars sem landsliðsþjálfara voru á Algarve Cup í marsmánuði 2007 en næstu verkefni landsliðsins eru einmitt á sama móti í mars 2011 en þá eru framundan leikir gegn Svíþjóð, Kína og Danmörku.

Knattspyrnusambandið fagnar þessum nýja samningi við Sigurð Ragnar og væntir mikils af hans störfum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög