Landslið
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Knattspyrnufólk í kjöri á íþróttamanni ársins

Gylfi Þór Sigurðsson og Hólmfríður Magnúsdóttir á meðal 10 efstu í kjöri á íþróttamanni ársins

23.12.2010

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu einstaklingar urðu í efstu sætunum í kjörinu á íþróttamanni ársins 2010.  Knattspyrnufólk er á meðal þessara tíu en Gylfi Þór Sigurðsson og Hólmfríður Magnúsdóttir eru á lista þessa frækna íþróttafólks.

Kjörinu á íþróttamanni ársins verður lýst miðvikudagskvöldið 5. janúar en það eru félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna sem að greiða atkvæði.   Listinn yfir 10 efstu íþróttamennina er eftirfarandi í stafrófsröð:

·        Alexander Peterson, handknattleikur

·        Arnór Atlason, handknattleikur

·        Aron Pálmarsson, handknattleikur

·        Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna

·        Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttir

·        Hlynur Bæringsson, körfuknattleikur

·        Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna

·        Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund

·        Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar

·        Ólafur Stefánsson, handknattleikur

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög