Landslið
Innanhússknattspyrna

Landslið Íslands í Futsal -Æfingar um helgina

Æfingar á Ásvöllum um helgina

13.1.2011

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið hóp til æfinga nú um helgina en æft verður á Ásvöllum.  Alls eru 21 leikmaður í þessum hóp en þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram á Ásvöllum 21. - 24. janúar.

Í næstu viku mun svo verða tilkynntur 14 manna hópur sem tekur þátt í fyrstu landsleikjum Íslands í Futsal.  Fyrsti leikurinn verður gegn Lettum, föstudaginn 21. janúar og hefst kl. 19:00.  Á undan leika Grikkir og Armenar en þeirra leikur hefst kl. 16:30.  Ísland leikur svo við Armena, laugardaginn 22. janúar kl. 17:00 og Grikkir verða mótherjarnir, mánudaginn 24. janúar kl. 19:00.  Frítt verður inn á alla leiki mótsins.

Leikjaniðurröðun

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög