Landslið
U21 landslið karla

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Úkraínu 24. mars

Leikið verður í Kænugarði

13.1.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Úkraínu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, leiki vináttulandsleik 24. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í Kænugarði en leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku 11. – 25. júní.

Þessar þjóðir eru þar í sitthvorum riðlinum, Ísland er í riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta Rússlandi en Úkraínumenn leika gegn Englandi, Spáni og Tékklandi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög