Landslið
Futsal  Ísland - Lettland

EM í Futsal - Leikið við Grikki í kvöld

Lokaleikur Íslands í forkeppni EM 2012

24.1.2011

Íslendingar mæta í kvöld Grikkjum í lokaleik liðsins í forkeppni EM 2012 en leikið er á Ásvöllum.  Leikurinn hefst kl. 19:00 en á undan, kl. 16:30, leika Armenar og Lettar.  Íslendingar tryggja sér annað sæti riðilsins með sigri á Grikkjum.

Eitt lið kemst áfram í milliriðla í keppninni og hafa Lettar þegar tryggt sér áframhaldandi þátttökurétt.  Ísland gæti jafnað þá að stigum með sigri í kvöld og tapi Letta en ínnbyrðis viðureign ræður úrslitum ef lið verða jöfn að stigum og þar hafa Lettar vinninginn.

Það er engu að síður mikill hugur í íslensku strákunum að ljúka mótinu á sigurnótum en liðið hefur spilað vel það sem af er móti.

EIns og á aðra leiki kvöldsins þá er ókeypis aðgangur og eru áhorfendur hvattir til þess að mæta og hvetja strákana okkar til sigurs.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög