Landslið
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Englandi 28. mars

Leikið á heimavelli Preston North End, Deepdale

27.1.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Englands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, leiki vináttulandsleik mánudaginn 28. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í Englandi á heimavelli Preston North End, Deepdale, en leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku 11. – 25. júní.

Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem íslenska liðið mun leika á skömmum tíma því liðið leikur einnig gegn Úkraínu 24. mars í Kænugarði.

Þess má geta að miðasala á úrslitakeppni EM U21 karla í Danmörku er hafin og má sjá nánari upplýsingar hér.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög