Landslið
UEFA

Umfjöllun UEFA.com um U21 karla - Viðtal við formann KSÍ

Geir Þorsteinsson í viðtali vegna árangurs U21 karla

27.1.2011

Á hinni umfangsmiklu heimasíðu UEFA má nú finna viðtal við formann KSÍ, Geir Þorsteinsson, en þar ræðir hann um árangur U21 karla og þróun ungra leikmanna.  Árangur U21 karlalandsliðsins hefur vakið athygli víða og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að úrslitakeppnin hefjist í Danmörku 11. júní næstkomandi.

Í mars mun svo íslenska liðið leika tvo æfingaleiki, 24. mars gegn Úkraínu og 28. mars gegn Englandi.  Þessar þjóðir verða einnig með í úrslitakeppninni í Danmörku og leika þar í B riðli ásamt Spáni og Tékkum.  Ísland er í A riðli með gestgjöfunum, Sviss og Hvíta Rússlandi.

Viðtal við Geir Þorsteinsson

Miðasala á úrslitkeppni EM U21 karla

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög