Landslið
Merki U21 karla

U21 karla - Ísland í riðli með Englandi

Dregið í undankeppni fyrir EM 2013

3.2.2011

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM 2013 hjá U21 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland er í riðli 8 ásamt Englandi, Belgíu, Noregi og Aserbaídsjan.  Keppnin hefst núna í haust og verður fyrsti leikur gegn Belgum á heimavelli, 1. september.  Búið er að ákveða leikdaga en þeir eru þó háðir endanlegu samþykki frá UEFA. 

Leikdagar:

  • 1. september 2011  Ísland - Belgía
  • 6. september 2011  Ísland - Noregur
  • 6. október 2011         Ísland - England
  • 10. nóvember 2011  England - Ísland
  • 29. febrúar 2012       Aserbaídsjan - Ísland
  • 5. júní 2012                Ísland - Aserbaídsjan
  • 12. júní 2012              Noregur - Ísland
  • 10. september 2012 Belgía - Ísland

Enska liðið var í efsta sæti á styrkleikalistanum sem gefinn var út fyrir dráttinn.  Belgar koma úr öðrum styrkleikaflokki, Íslendingar úr þeim þriðja, Norðmenn úr fjórða flokknum og Aserar úr fimmta styrkleikaflokknum.

Úrslitakeppnin 2013 mun svo verða leikin í Ísrael. Efsta lið hvers riðils kemst í umspil ásamt þeim fjórum þjóðum sem verða með bestan árangur í 2. sæti.

U21karla EM 2013 - Riðill 8


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög