Landslið
Stelpurnar á fyrstu æfingunni á Algarve 2011

Stelpurnar komnar til Algarve

Fyrsti leikurinn á morgun, miðvikudag, gegn Svíum

1.3.2011

Kvennalandsliðið kom í nótt til Algarve en þar tekur það þátt í hinu geysisterka Algarve Cup.  Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, gegn Svíum og hefst leikurinn kl. 15:00. 

Ferðlagið var langt en gekk vel í alla staði.  Aðstæðurnar á Algarve eru frábærar, hótel og aðbúnaður eins og best verður á kosið og æfingavellirnir í mjög góðu standi.  Ekki spillir heldur veðráttan fyrir, heiður himinn, sólin skín og hitinn um 16 gráður.

Liðið æfir tvisvar í dag og fór á fyrstu æfinguna í morgun þar sem þessar símamyndir voru teknar.

 

Stelpurnar á fyrstu æfingunni á Algarve 2011

Stelpurnar á fyrstu æfingunni á Algarve 2011

Allt á réttri leið hjá Ragnheiði Elíasdóttur búningastjóra

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög