Landslið
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Berglind Björg fer til Algarve

Kemur inn í stað Kristínar Ýrar Bjarnadóttur

3.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Berglindi Björg Þorvaldsdóttur úr ÍBV inn í hópinn sem tekur nú þátt á Algarve Cup.  Berglind fyllir skarðið sem Kristín Ýr Bjarnadóttir skilur eftir sig en hún á við meiðsli að stríða og hefur verið ákveðið að hún fari heim til Íslands.  Berglind heldur til Algarve í dag og verður komin í tæka tíð fyrir leikinn gegn Kína á morgun.

Nokkrir leikmenn eiga við smávægileg meiðsli að stríða og var t.d. Dóra María Lárusdóttir ekki á leikskýrslu í gær vegna meiðsla líkt og Kristín Ýr.  Þá urðu þær Thelma Björk Einarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir fyrir meiðslum í leiknum í gær.  Þær fóru í myndatöku, reyndust óbrotnar og kemur í ljós hvort þær verði leikfærar gegn Kínverjum á morgun.


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög