Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Ísland í riðli með Noregi í undankeppni EM 2013

Leikdagar eru tilbúnir

14.3.2011

Ísland er í riðli með Noregi í undankeppni fyrir EM 2013 en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.  Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og dróst í riðil með Noregi úr efsta styrkleikaflokknum.  Önnur lið í riðlinum eru: Belgía, Ungverjaland, Norður Írland og Búlgaría.  RIðlarnir eru sjö talsins og er Ísland í einum þeirra þriggja riðla sem skipaðir eru sex þjóðum.

Sigurvegarar hvers riðils fara í úrslitakeppnina ásamt þeirri þjóð er verður með bestan árangur í öðru sæti riðlanna.  Hinar sex þjóðirnar er hafna í öðru sæti leika svo umspilsleiki um síðustu þrjú sætin.

Búið er að samþykkja leikdaga fyrir leiki Íslands í riðlinum.  Fyrirvari er reyndar á fyrsta leikdeginum, Búlgaría - Ísland 19. maí, en endanleg staðfesting á honum kemur á næstu dögum.

2011

  • 19. maí   Búlgaría - Ísland
  • 17. sept. Ísland - Noregur
  • 21. sept. Ísland - Belgía
  • 22. okt.   Ungverjaland - Ísland
  • 26. okt.   Norður Írland - Ísland

2012

  • 4. apr.    Belgía - Ísland
  • 16. jún.  Ísland - Ungverjaland
  • 21. jún.  Ísland - Búlgaría
  • 15. sept Ísland - Norður Írland
  • 19. sept Noregur - Ísland

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög