Landslið
A landslið karla

Landsliðshópurinn sem mætir Kýpur 26. mars

Leikið við Kýpur ytra í undankeppni EM

15.3.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi landsliðshópinn er mætir Kýpur í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram ytra og fer fram laugardaginn 26. mars næstkomandi.

Báðar þessar þjóðir hafa leikið þrjá leiki til þessa í riðlinum og hefur Kýpur eitt stig en Ísland er án stiga.

Þjóðirnar hafa mæst þrisvar sinnum áður hjá A landsliðum karla og hefur alltaf verið um vináttulandsleiki að ræða.  Ísland hefur einu sinni farið með sigur af hólmi en tvisvar hafa þjóðirnar skilið jafnar.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög