Landslið
Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 karla - Ísland mætir Úkraínu - Byrjunarliðið tilbúið

Vináttulandsleikur þjóðanna sem fer fram í Kænugarði og hefst kl. 17:30

24.3.2011

Strákarnir í U21 mæta í kvöld Úkraínu í vináttulandsleik kl. 17:30 og fer leikurinn fram á Valeriy Lobanovskyy vellinum í Kænugarði.  Þetta er fyrri vináttulandsleikur liðsins af tveimur á næstu dögum því Englendingar verða svo mótherjarnir, mánudaginn 28. mars og fer sá leikur fram á Deepdale vellinum í Preston.

Byrjunarliðið gegn Úkraínu verður þannig skipað:

4-1-4-1

Markvörður: Haraldur Björnsson

Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson

Vinstri bakvörður: Þórarinn Ingi Valdimarsson

Miðverðir: Hólmar Örn Eyjólfsson og Elfar Freyr Helgason

Varnartengiliður: Bjarni Þór Viðarsson

Tengiliðir: Andrés Már Jóhannesson og Almarr Ormarsson

Hægri kantur: Aron Jóhannsson

Vinstri kantur: Kristinn Steindórsson

Framherji: Björn Bergmann Sigurðarson

Allar þessar þrjár þjóðir eru nú að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku í júní. 

Ísland og Úkraína hafa tvisvar áður mæst í þessum aldursflokki en það var árið 1999 þegar leikið var í undankeppni EM.  Úkraína vann þá fyrri leikinn á heimavelli, 5 - 1 en Íslendingar fóru með sigur á Akranesvelli, 4 - 1.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög