Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Breyting á hópnum sem fer til Wales

Anna María Baldursdóttir kemur inn í hópinn

25.3.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðli EM í Wales.  Anna María Baldursdóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn í stað Írunnar Aradóttur.

Riðillinn verður leikinn dagana 31. mars - 5. apríl og eru andstæðingarnir, auk heimastúlkna, Tyrkland og Þýskaland.  Fyrstu mótherjarnir verða Tyrkir en lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn Þýskalandi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög