Landslið
A landslið karla

Markverðir á ferð og flugi

Haraldur Björnsson kallaður í A hópinn og Óskar Pétursson í U21 hópinn

25.3.2011

Tveir af þremur markvörðum í A landsliðshópnum, þeir Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Þór Kale eiga við meiðsli að stríða og eru ekki leikfærir fyrir leikinn gegn Kýpur á morgun.  Þess vegna hefur Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, kallað í Harald Björnsson markvörð U21 karla.  Haraldur var með U21 liðinu í Úkraínu og fer því þaðan til Kýpurs.

Í stað Haraldar hefur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21, kallað í Óskar Pétursson  í U21 hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á mánudaginn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög