Landslið
EURO 2012

Fyrsta stigið komið í hús

Markalaust jafntefli við Kýpur – Stefán Logi varði vítaspyrnu

26.3.2011

A landslið karla náði fyrsta stigi sínu í höfn í undankeppni EM 2012 með markalausu jafntefli við Kýpur í Nicosia í dag, laugardag.  Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum, en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi, ef undan er skilin vítaspyrna sem Stefán Logi Magnússon varði meistaralega.  Slóvenski dómarinn var ekki í vafa eftir klafs í vítateig Íslands á 21. mínútu og dæmdi vítaspyrnu.  Spyrna fyrirliða Kýpverja, Michalis, var góð, en Stefán Logi fleygði sér á knöttinn og varði glæsilega.

Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleiknum, sem var mun betri af hálfu íslenska liðsins.  Mörkum beggja liða var ógnað nokkrum sinnum, en án árangurs og Stefán Logi varði í eitt skiptið boltann í stöng eftir skot rétt utan teigs.  Hvorugu liðinu tókst að skora og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Í hinum leik riðilsins gerðu Norðmenn og Danir 1-1 jafntefli.  


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög