Landslið
2011-Ur-leik-Islands-og-Tyrklands

U19 kvenna - Tap gegn Tyrkjum í fyrsta leik

Leikið verður gegn Wales á laugardaginn

31.3.2011

Stelpurnar í U19 töpuðu fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir EM en leikið er í Wales.  Tyrkir reyndust sterkari aðilinn í dag og fór með sigur af hólmi, 3 - 1.  Það var Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem kom Íslendingum yfir á 13. mínútu með laglegu skallamarki.  Tyrkir jöfnuðu á 26. mínútu og þannig var staðan í leikhléi.  Bæði mörk síðari hálfleiksins voru svo Tyrkja sem fögnuðu sigri í leikslok.

Næstu mótherjar Íslands á laugardaginn eru heimastúlkur í Wales en lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn Þýsklandi, næstkomandi þriðjudag.

 

Úr leik Íslands og Tyrklands í millirðli EM U19 kvenna í Wales, 31. mars 2011

Úr leik Íslands og Tyrklands í millirðli EM U19 kvenna í Wales, 31. mars 2011


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög