Landslið
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Hópur 40 leikmanna tilkynntur

Úrslitakeppni EM hefst 11. júní í Danmörku

13.5.2011

 Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hóp 40 leikmanna sem tilkynntur hefur verið til UEFA fyrir úrslitakeppni EM U21 karla sem fram fer í Danmörku í sumar.  Úr þessum hópi verða svo valdir 23 leikmenn sem munu leika í Danmörku en fyrsti leikur Íslands verður gegn Hvít Rússum, 11. júní í Árósum.

Alls hafa leikmenn í þessum hópi leikið 278 U21 landsleiki og hafa sextán leikmenn hópsins leikið A landsleik en samtals eru A landsleikirnir 94 innan þessa hóps.  Sautján þessara leikmanna eru á mála hjá erlendum félagsliðum.

Bjarni Þór Viðarsson hefur leikið flesta landsleiki í þessum aldursflokki eða 24 talsins en næstur á eftir honum í hópnum kemur Birkir Bjarnason með 22 leiki.  Aron Einar Gunnarsson hefur leikið flesta  A landsleiki í þessum hópi eða 22 talsins.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög