Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Búlgaría í undankeppni EM

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 19. maí kl. 19:30

13.5.2011

Miðasala á leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM kvenna er nú hafin en miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. maí og hefst kl. 19:30.  Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.

Þetta er fyrsti leikurinn í þessari undankeppni EM en skemmst er að minnast að stelpurnar komust í úrslitakeppnina árið 2009 þegar leikið var í Finnlandi.  Þær eru staðráðnar í því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að endurtaka leikinn en til þess þurfa þær á miklum stuðningi að halda frá áhorfendum.

Við hvetjum því alla til þess að koma í Laugardalinn, í sumarskapi, og hvetja íslensku stelpurnar til sigurs.

Miðasala Ísland - Búlgaría


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög