Landslið
Mark!  (Sportmyndir)

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Íslenski hópurinn kemur saman í dag

Leikið á Laugardalsvelli kl. 18:45, laugardaginn 4. júní

30.5.2011

Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í dag á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM á laugardaginn.  Á morgun, þriðjudaginn 31. maí, verður svo opin æfing á Víkingsvelli kl. 16:00 þar sem allir eru velkomnir til þess að fylgjast með.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer hún fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Miðasala gengur vel og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma.

Miðaverð (í forsölu til og með 3. júní)
Rautt Svæði, 5.000 kr (4.500 í forsölu)
Blátt Svæði, 3.500 kr (3.000 í forsölu)
Grænt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)

Hólf á Laugardalsvelli


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög